
19. ágúst 2008
Óhugnanlegt

4. ágúst 2008
Harmleikur í sandkassa

Þór: Viltu koma í kapp: hvor getur talið hraðar upp í hundrað?
Oddur: Já.
Þeir byrja báðir að telja.
Þór: Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö...
Oddur: ...átta, níu, tíu! Einn, tveir, þrír, fjórir...
Þór: ...fimmtán, sextán, sautján, átján, nítján, tuttugu, tuttuguogeinn...
Oddur: ...fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu! Einn...
Þór: ...tuttuguogsex, tuttuguogsjö, tuttuguogátta, tuttuguogníu, þrjátíu, þrjátíuogeinn, þrjátíuogtveir...
Oddur: ...fjórir, fimm, sex, sjö átta, níu, tíu! Einn...
Þór: ...þjátíuogfimm, þrjátíuogsex, þrjátíuogsjö, þrjátíuogátta, þrjátíuogníu, fjögurtíu, fjögurtíuogeinn...
Oddur: ...þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu! Búinn!
Þór: ...fjögurtíuog... Ha? Ertu búinn?
Oddur: Já. Ég vann, ekki þú. Ég var fljótari að telja en þú.
Þór: Þú taldir ekki upp í hundrað.
Oddur: Víst!
Þór: Nei! Þú taldir tíu sinnum upp í tíu, en við vorum að keppast við að telja upp í hundrað.
Oddur: Að telja tíu sinnum upp í tíu samsvarar því að telja einu sinni upp í hundrað. Ég taldi tíu tölur tíu sinnum og það eru hundrað tölur.
Þór: Hættu að bulla. Ef heimili þitt er í hundrað metra fjarlægð frá þessum sandkassa, þá nægir ekki að ganga tíu metra og snúa við - fimm sinnum. Þú gengur kannski hundrað metra, en þú kemst samt ekki heim.
Oddur: Nei, en með því að ganga tíu metra, tíu sinnum, í sömu áttina kemst ég á leiðarenda.
Þór: En þá gengurðu hundrað metra og ekki tíu sinnum sömu metrana. Því eftir tíunda metrann gengurðu ellefta metrann og svo koll af kolli. Einhvern tímann verðurðu að ganga hundraðasta metrann, annars kemstu aldrei heim.
Oddur: Já, en ellefti metrinn er annar fyrsti metrinn, sem ég geng, og hundraðasti metrinn er tíundi tíundi metrinn.
Þór: Nei!
Oddur: Víst!
Þór lemur Odd með plastskóflu í gagnaugað, sem hefnir sín með því að kasta steini í nefið á Þór. Tjöldin falla.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)