
Þessu er öðruvísi farið með tvívíðar bylgjur, því þær hafa engan aftari bylgjustafn. Ef steini er kastað í vatn myndast hringbylgja, sem dreifir úr sér, en eftir smá stund myndast næsta bylgja í upphafspunkti þeirrar fyrstu, sem einnig dreifir úr sér, o.s.frv. Ef ekki væri fyrir viðnám vatnsins myndi þetta ferli endurtaka sig endalaust (þetta var fullyrðing fyrirlesarans, sem er stærðfræðingur og hefur ekki hundsvit á eðlisfræði, á meðan við eðlisfræðingarnir veltum vöngum yfir því hvort að slíkt fæli ekki í sér brot á lögmálinu um varðveislu orkunnar; persónulega held ég að sveiflurnar myndu dofna með tímanum, þar sem orka er flutt frá upphafspunkti bylgnanna). Hið sama væri upp á teningnum ef heimur okkar væri tvívíður; smellur, sem við myndum heyra frá smellandi fingrum, myndi aldrei hætta! Slíkt myndi þýða rosalega hljóðmengun, þar sem hvert hljóð (einnig öll ljósmerki) ættu sér engan endi.
Þess vegna er það bara ágætt, held ég, að heimur okkar sé þrívíður.
1 ummæli:
Áhugavert! Ég held nú líka að bylgjan myndi deyja út á endanum... maður verður stundum að fara varlega í að trúa því sem þessir stærðfræðingar segja um raunheiminn.
Skrifa ummæli