11. janúar 2008

Nasistarnir koma!

Á morgun fer ég í próf í sameindaeðlisfræði. Á morgun ætla líka nýnasistar að halda nýársgöngu sína í gegnum hverfið mitt. Og að sjálfsögðu munu einnig öfgavinstrisinnaðir hópar halda göngu gegn skallapoppurunum. Óeirðalögreglan verður á staðnum, til að skilja hópana að, og ég verð án efa handtekinn í misgripum þegar ég reyni að troðast gegnum mannþröngvina, fyrir próftímalok, til eðlisfræðiskorinnar. Gaman, gaman.