Þorvaldur Davíð Kristjánsson - söngleikjagoðsögnin, sem gerði allt vitlaust í Verzló - er á forsíðu nýjustu útgáfu menningarritsins Monitors. Í kímnu viðtali við fréttamenn segir Þolli frá trylltu lífi sínu í New York og gerir klassískt grín að íslensku veðurfari. Hann rifjar upp bernsku sína, sem hann eyddi með fjölskyldu sinni að selja steina, en þar segir hann leiklistarferil sinn á ensku hafa hafist. Greinilegt er að enskan reynist honum ekki fjötur um fót í dag, því Þolli getur snarar orðum eins og „Kolaportið“ yfir á ensku, án þess að þurfa að hugsa sig um.
Dvölin vestan Atlandshafs hefur ekki aðeins auðgað listnæmi hans, heldur einnig innsæi í gang heimsmálanna; hann heldur með þýska landsliðinu, á heimsmeistaramótinu í fótbolta, því „það er best fyrir hið alþjóðlega hagkerfi, ef að Þýskaland verður heimsmeistari“. Seðlabanki Íslands beinir nú sjónum sínum til þessa unga og efnilega pilts, því þeir gætu séð hag sinn í því að fá svona skarpan og myndarlegan mann, með góða enskukunnáttu, í sínar raðir. Og ekki skemmir fyrir að hann gæti troðið upp á starfsmannauppákomum. Áfram Þorvaldur og áfram Þýskaland!
28. júní 2010
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)