5. júlí 2010
Það er svo heitt!
Undanfarna daga er búið að vera óbærilega heitt í Þýskalandi. Hitastigið er í kringum bræðslumark hitamæla og þýska veðurstofan varar við mögulegum skógarbrunum, í kjölfarið. Lene Voigt-almenningsgarðurinn í Leipzig, sem liggur í nágrenni við heimili mitt, er allur sviðinn. Jafnvel þó það hafi rignt í nótt, virðist hitastigið samt ekki hafa breyst; enn blæs hlýju lofti úr suðri, á meðan sólin grillar saklaust mannfólkið. Ég er að stikna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)