Ég ber mikla virðingu fyrir mönnum sem fylgja sannfæringu sinni. Sérstaklega ef þeir trúa á glataðan boðskap en reynast of þrjóskir til að gefast upp. Sem dæmi um slíka einstaklinga má nefna þá sem hallast að jarðmiðjukenningunni eða trúa á flata jörð. Þessir einstaklingar hafa að mínu mati ekki endilega rangt fyrir sér - þar sem jörðin er frá okkar sjónarhorni flöt og út frá almennu afstæði má segja jörðina, í okkar hnitakerfi, miðju alheimsins - en þeir hafa bara ekki eins mikið rétt fyrir sér eins og við hin.
Ofannefndar hugmyndir haldast á floti með hjálp trúarbragða. T.a.m. má nefna Flatjarðarfélagið (The Flat Earth Society), en það var stofnað af fróma uppfinningamanninum Samuel Rowbotham á 19. öld í Englandi. Einhver kirkjan í Bandaríkjunum tók hugmyndir hans upp, þ.e. að heimurinn væri skífa með norðurpólinn fyrir miðju en við endimörk hennar kæmu háir ísveggir í veg fyrir að einhver dytti fram af jörðinni, og vörðu þessir trúarofstækishópar hugmyndir sínar með kjafti og klóm (sérstaklega á sjötta áratugnum, þegar fyrstu myndir gervitungla af jörðinni utan úr geimnum komu til jarðar). Nú kunna margir að hlæja að þessari vitleysu - hvernig getur fólk tekið úreltar hugmyndir svona alvarlegar - en sannleikurinn er sá að flestir jarðarbúar búa við ranghugmyndir. Hversu margir trúa því að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásirnar 11. september? Hversu margir afneita þeirri staðreynd að mannkynið hefur stigið fæti á tunglið? Hversu margir trúa því að samfarir með hreinum meyjum lækni eyðnisjúkdóminn? Hversu margir trúa því að Elvis sé enn á lífi? Taka skal eftir því að engin heilvita vísindamaður hefur nokkurn tímann talað með ofantöldum kenningum en það virðist ekki trufla þorra mannkyns. Við erum nautheimsk.
„Í sannleikanum leynist sigurinn“ eru orð að sönnu, en eins og staðan er í dag eru vinningslíkur okkar ekki sérlega góðar. En ég ber virðingu fyrir þeim sem fylgja sannfæringu sinni - neita að gefa glataðan málstaðinn upp á bátinn - þar sem ég trúi því að þessir einstaklingar séu mjög hamingjusamir. Í sínum eigin alheimi stefna þessir einstaklingar að einhverju guðdómlegu takmarki, á meðan við hin ráfum stefnulaust um (gersamlega yfirbuguð út af þeirri staðreynd að engan síréttan sannleik sé að finna) og skolumst loks burt í hafróti tímans... Er það þess virði að sóa lífi sínu í minnimáttarkennd yfir stöðu okkar innan alheimsins?
Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.
29. júní 2007
25. júní 2007
Perúskar bókmenntir
Í dag er mánudagur. Í dag fylgdist ég með húsflugu sem hringsólaði í kringum lampaskerminn minn. Reyndar gerði hún allt annað en að hringsóla, því að flugbraut hennar var uppfull af hvössum hornum - m.ö.o. í stað þess að skipta um átt með hjálp hringhreyfingar sneri þessi fluga sér eldsnöggt í loftinu, stöðugt veljandi nýja stefnu. Um tíma var sem að hún væri föst inni í gegnsæjum kassa og myndi skoppa af veggjum hans. Ég hélt að flugan væri orðin galin, þegar ég uppgötvaði aðra flugu sem sat á lampaskerminum og varð þá ljóst að hornadansinn væri hluti af mökunarferli flugunnar. Kvenflugan var samt ekkert rosalega hrifin, þar sem hún flúði lampaskerminn í hvert sinn sem fluguherrann reyndi að stíga í vænginn við hana. Svona gekk þetta í hálftíma og undir lokin brást honum bogalistin; flugbrautin varð sífellt ávalari enda virtist hann orðinn þreyttur. Svo hvarf flugukarlinn.
Ég byrjaði líka á nýrri bók í dag, en hún heitir svo mikið sem Pantaleón y las visitadoras á frummáli og á þýsku eitthvað sem þýða mætti sem „Höfuðsmaðurinn og frúarhersveit hans“. Bókin er eftir perúskan (eða á háfrónsku: háhaflenskan) rithöfund, Mario Vargas Llosa, en honum kynntist ég í Belgrad, þar sem ég keypti bók hans „Hildarleikurinn um heimsins lok“ (La guerra del fin del mundo). Sú bók fjallaði um lífið í Norður-Brasilíu um aldamótin 1900. Sagt var frá spámanni, sem bjó yfir þvílíkum sannfæringarkrafti að hann fékk ræningja og aðra glæpamenn til að ganga til liðs við sig og Guð almáttugan, en spámaður þessi skar upp herör gegn lýðveldisríkinu Brasilíu. Lýðveldissinnarnir innleiddu borgaralegar giftingar og metrakerfið og unnu að manntali, en spámaðurinn lýsti því yfir að þetta væri verk andkrists; hjónabönd ættu að hljóta blessun Guðs, metrakerfið væri djöfulslegt og manntalið leið til að hafa uppi á blökkumönnum landsins, svo að hneppa mætti þá aftur í ánauð. Spámaðurinn, ásamt fylgismönnum sínum, sest að í litlum fjallabæ og hefst þá stórbrotin atburðarrás, þegar ríkisstjórn Brasilíu lýsir yfir stríði gegn byltingarmönnunum í norðri. Persónur bókarinnar eru flestallar fatlaðar eða stórglæpamenn - fyrir utan skosku byltingarhetjuna, konuna sem hann nauðgaði, nærsýna blaðamanninn með frjókornaofnæmið og fyrrum sirkusdverginn - en bókin er stórvel skrifuð og varð ég himinlifandi þegar faðir minn sagðist hafa lesið eitthvað eftir Llosa og lét mig hafa eintak sitt af Höfuðsmanninum og frúarhersveit hans. Í stuttu máli fjallar sú bók um höfuðsmann, sem fær það hlutverk að draga úr nauðgunartilfellum innan hersins. Um er að ræða ákveðið hérað þar sem hermennirnir hlaupa á eftir hverju pilsi, við mikla óánægð innfæddra, og á höfuðsmaðurinn að koma þar á fót fylgdarþjónustu til að seðja hvatir dátanna.
Llosa er einnig þekktur í heimalandi sínu fyrir stjórnmálaferil sinn, en hann bauð sig m.a. fram til forseta Perú árið 1990, sem hann hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir. Eins og margir aðrir Suður-Ameríkubúar studdi hann uppreisnina á Kúbu og ríkisstjórn Castros en hann varð seinna frjálslyndur og hallaðist að markaðshyggju. Það breytir þó því ekki að hér er á ferðinni afbragðs rithöfundur sem kann svo sannarlega til verka!
Ég byrjaði líka á nýrri bók í dag, en hún heitir svo mikið sem Pantaleón y las visitadoras á frummáli og á þýsku eitthvað sem þýða mætti sem „Höfuðsmaðurinn og frúarhersveit hans“. Bókin er eftir perúskan (eða á háfrónsku: háhaflenskan) rithöfund, Mario Vargas Llosa, en honum kynntist ég í Belgrad, þar sem ég keypti bók hans „Hildarleikurinn um heimsins lok“ (La guerra del fin del mundo). Sú bók fjallaði um lífið í Norður-Brasilíu um aldamótin 1900. Sagt var frá spámanni, sem bjó yfir þvílíkum sannfæringarkrafti að hann fékk ræningja og aðra glæpamenn til að ganga til liðs við sig og Guð almáttugan, en spámaður þessi skar upp herör gegn lýðveldisríkinu Brasilíu. Lýðveldissinnarnir innleiddu borgaralegar giftingar og metrakerfið og unnu að manntali, en spámaðurinn lýsti því yfir að þetta væri verk andkrists; hjónabönd ættu að hljóta blessun Guðs, metrakerfið væri djöfulslegt og manntalið leið til að hafa uppi á blökkumönnum landsins, svo að hneppa mætti þá aftur í ánauð. Spámaðurinn, ásamt fylgismönnum sínum, sest að í litlum fjallabæ og hefst þá stórbrotin atburðarrás, þegar ríkisstjórn Brasilíu lýsir yfir stríði gegn byltingarmönnunum í norðri. Persónur bókarinnar eru flestallar fatlaðar eða stórglæpamenn - fyrir utan skosku byltingarhetjuna, konuna sem hann nauðgaði, nærsýna blaðamanninn með frjókornaofnæmið og fyrrum sirkusdverginn - en bókin er stórvel skrifuð og varð ég himinlifandi þegar faðir minn sagðist hafa lesið eitthvað eftir Llosa og lét mig hafa eintak sitt af Höfuðsmanninum og frúarhersveit hans. Í stuttu máli fjallar sú bók um höfuðsmann, sem fær það hlutverk að draga úr nauðgunartilfellum innan hersins. Um er að ræða ákveðið hérað þar sem hermennirnir hlaupa á eftir hverju pilsi, við mikla óánægð innfæddra, og á höfuðsmaðurinn að koma þar á fót fylgdarþjónustu til að seðja hvatir dátanna.
Llosa er einnig þekktur í heimalandi sínu fyrir stjórnmálaferil sinn, en hann bauð sig m.a. fram til forseta Perú árið 1990, sem hann hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir. Eins og margir aðrir Suður-Ameríkubúar studdi hann uppreisnina á Kúbu og ríkisstjórn Castros en hann varð seinna frjálslyndur og hallaðist að markaðshyggju. Það breytir þó því ekki að hér er á ferðinni afbragðs rithöfundur sem kann svo sannarlega til verka!
24. júní 2007
Seguleinpólar
Eina fagið sem vekur virkilegan áhuga minn þessa dagana er fræðileg eðlisfræði. Þessi áfangi er reyndar að mörgu leyti firrtur og gerir miklar kröfur til stærðfræðikunnáttu - reyndar svo miklar að stærðfræðingarnir, sem sitja fyrirlesturinn, hafa ekki ennþá farið í fræði hans og eðlisfræðingarnir hafa ekki haft tíma til að melta þessa þætti stærðfræðinnar. En hvað um það, þessi áfangi er áhugaverður. Fyrirlesarinn er austurískur, Prof. Dr. Manfred Salmhofer að nafni, og að mínu mati er hér um djöfulinn í mannsmynd að ræða. Hann er hávaxinn og slánalegur, með grátt í vöngum (þó sýndist mér hann vera með litað hár í síðasta tíma) og ennið hans er nokkuð ferkantað; maður hefur á tilfinningunni að þaðan gætu vaxið geitarhorn á hverri stundu. Buxurnar hans sitja undarlega og virðast því óvenju pokalegar, en eins og flestir dósentar klæðist hann skyrtum - síðerma eða stutterma, allt eftir árstíðum (á heitustu sumardögum mætir hann í rjómalituðum buxum og ljósblárri, stutterma skyrtu og veitir fyrirlestrinum ákveðinn kúbverskan blæ).
Þessa önn höfum við hlýtt á fyrirlestur hans um fræðilega rafsegulfræði, sem var satt best að segja svolítið þreytandi til lengdar, en fyrir tveimur vikum fjallaði hann um fræðilega tilvist seguleinpóla og núna höfum við meira að segja byrjað á inngangi að hinni almennu afstæðiskenningu Einsteins! Seguleinpólar eru, samsvarandi við jákvætt og neikvætt hlaðnar agnir raffræðinnar, uppsprettur segulsviðsins en enn hafa engir slíkir fundist. Því ef tekinn er segull, með norður- og suðurpól, og hann brotinn í tvennt fást tveir seglar, sem báðir hafa sinn norður- og suðurpól, og þ.a.l. mætti ætla að þessir einpólar séu ekki til. Eðlisfræðingurinn Paul. A. M. Dirac spáði þó fyrir um tilvist þeirra og sagði slíka einpóla mega útskýra skömmtun hinnar rafrænu hleðslu (en allar hleðslur heims okkar eru heiltölumargfeldi grunnhleðslunnar, hleðslu einnar rafeindar/róteindar). Uppgötvun á seguleinpólum myndi þýða frekari tengsl milli raf- og segulfræðinnar og þ.m. einnig milli raf- og segulsviðsins. Fræðilegir útreikningar sýna að seguleinpólar, ef þeir eru yfir höfuð þá til, eru ansi massamiklir - að öllum líkindum með svipaðan massa og baktería - svo að næstum ómögulegt er að skapa þá með hjálp öreindahraðla. Þess vegna eru ofurleiðaraspólur notaðar til að „þefa“ pólana uppi; þegar seguleinpóll flýgur í gegnum spóluna, spanar hann mælanlega iðustrauma. Hins vegar hafa allar slíkar mælingar, fyrir utan eina frá árinu 1982 en það telst vart markvert, verið til einskis og er skýringin hugsanlega sú að samkvæmt fræðunum er fjöldi einpólanna svo rosalega lítill, að eins fermetra yfirborð liggur í hæsta lagi á 30.000 ára fresti á vegi seguleinpóls.
Þessa önn höfum við hlýtt á fyrirlestur hans um fræðilega rafsegulfræði, sem var satt best að segja svolítið þreytandi til lengdar, en fyrir tveimur vikum fjallaði hann um fræðilega tilvist seguleinpóla og núna höfum við meira að segja byrjað á inngangi að hinni almennu afstæðiskenningu Einsteins! Seguleinpólar eru, samsvarandi við jákvætt og neikvætt hlaðnar agnir raffræðinnar, uppsprettur segulsviðsins en enn hafa engir slíkir fundist. Því ef tekinn er segull, með norður- og suðurpól, og hann brotinn í tvennt fást tveir seglar, sem báðir hafa sinn norður- og suðurpól, og þ.a.l. mætti ætla að þessir einpólar séu ekki til. Eðlisfræðingurinn Paul. A. M. Dirac spáði þó fyrir um tilvist þeirra og sagði slíka einpóla mega útskýra skömmtun hinnar rafrænu hleðslu (en allar hleðslur heims okkar eru heiltölumargfeldi grunnhleðslunnar, hleðslu einnar rafeindar/róteindar). Uppgötvun á seguleinpólum myndi þýða frekari tengsl milli raf- og segulfræðinnar og þ.m. einnig milli raf- og segulsviðsins. Fræðilegir útreikningar sýna að seguleinpólar, ef þeir eru yfir höfuð þá til, eru ansi massamiklir - að öllum líkindum með svipaðan massa og baktería - svo að næstum ómögulegt er að skapa þá með hjálp öreindahraðla. Þess vegna eru ofurleiðaraspólur notaðar til að „þefa“ pólana uppi; þegar seguleinpóll flýgur í gegnum spóluna, spanar hann mælanlega iðustrauma. Hins vegar hafa allar slíkar mælingar, fyrir utan eina frá árinu 1982 en það telst vart markvert, verið til einskis og er skýringin hugsanlega sú að samkvæmt fræðunum er fjöldi einpólanna svo rosalega lítill, að eins fermetra yfirborð liggur í hæsta lagi á 30.000 ára fresti á vegi seguleinpóls.
22. júní 2007
Nýjustu listir og vísindi
Það gerist ekki oft en af og til kíki ég inn í aukafyrirlestrana, sem haldnir eru hjá okkur í eðlisfræðiskorinni, en vanalega eru þessir fyrirlestrar háfræðilegir og yngstu námsmennirnir skilja hvorki upp né niður í þeim. Þó má stöku sinnum finna skiljanlega fyrirlestra og í þá mæti ég - sérstaklega þegar þeir snúast um mál sem eru mér hugleik, t.d. um nauðsyn Guðs í heimsmynd eðlisfræðinnar í dag. Fyrir nokkru heimsótti ég fyrirlestur um fegurðarmat, þegar kemur að vísindum og listum, og var hann haldinn af hinum geðþekka Prof. Dr. Dr. h.c. Hermann Schmalzried, eðlisfræðingi og listmálara. Þessi fyrirlestur var svolítið á heimspekilegu nótunum og reyndist tormeltari en ég hélt í fyrstu; stöðugt vitnaði fyrirlesarinn í Kant og kenningar hans en eftir á vakti fyrirlesturinn margar áhugaverðar spurningar, sem ég mun reyna að gera skil á hér að neðan.
Prof. Schmalzried skoðaði listina, annars vegar, og vísindin, hins vegar, út frá hugtökunum fegurð og framför. Nokkuð augljóst þykir að hægt sé að tala um framför í vísindum, þar sem vísindin snúast um að auka þekkingu okkar. T.a.m. ef tákna mætti þekkingu mannkyns með kúlulaga mengi, og allt sem fyrir utan það lægi væri okkur óþekkt, þá myndu framfarir þýða stækkun á þvermáli þessarar kúlu. Með vaxandi rúmmáli mengisins myndi einnig yfirborð kúlunnar, „snertiflötur hins óþekkta“ eða „mengi allra vandamála sem við skiljum ekki“, stækka - m.ö.o. þeim mun meiri sem þekking okkar verður, þeim mun fleira kemur í ljós sem við ekki skiljum. En hvað með listina? Er í raun hægt að tala um framför á hennar sviðum? Ef svo væri, væri t.d. hægt að kalla póstmódernisma þróaðri listastefnu heldur en módernismann en hver heilvita maður sér að slíkt er ekki aðeins galið, heldur algjörlega snælduvitlaust! Og þegar maður skoðar hugtakið list, eða öllu heldur hugmyndir heimspekinga um þetta umdeilda hugtak, má sjá ákveðinn rauðan þráð: listin lýsir manninum (enda er hún sköpunarverk hans). Og breytist maðurinn eitthvað? Eiga sér framför í sálarkynnum manna? Fyrirlesarinn var nokkuð á báðum áttum, fannst mér, því annars vegar benti hann á að fegurðarmat karla á konum hefur breyst með árunum - áður þóttu holdmiklar konur fengilegar, en þær gátu átt mörg börn, svo greinilegt er að þá réðu eðlishvatirnar ríkjum en nú verða konur stöðugt grennri við mikil fagnaðarhróp karla - en hins vegar benti hann á að mannkynið er enn við sama heygarðshornið - líf okkar byggist í dag, líkt og áður fyrr, á að uppfylla grunnþarfir okkar. Ef maðurinn hefur ekki breyst, ætti þá lýsingin á honum að hafa bæst eitthvað?
Hvað fegurðina varðar, þá er hún nokkuð loðið hugtak. Í raun er ekki til nein skilgreining á henni, þar sem hún er einstaklingsbundin og stundum einnig tímaháð. Prof. Schmalzried var þeirrar skoðunar að innan vísindanna væri ekki hægt að tala um fegurð. Hann m.a. benti á að kvenfuglar, á mökunartímanum, hrífast ekki af fjölskrúðugum fjaðraham karlfuglanna vegna fegurðar þeirra, heldur vegna þess að hann er tákn um hreysti. Náttúran kann að innihalda ýmis fyrirbæri, sem okkur mönnunum þykja falleg, en tilgangur þeirra er ekki að skapa fegurð (ef yfir höfuð mætti tala um tilgang einhvers sem við ekki skiljum); náttúrulögmálin eru eins og þau eru, því ef þau væru öðruvísi gæti að öllum líkindum ekki þróast neitt líf í alheiminum. Einhverjum gæti kannski þótt náttúran falleg en í sjálfu sér er hún það ekki. Fegurðin aftur á móti er hugtak, ættað frá mannkyninu, og þar sem eins er farið með listina má vel fullyrða að hún geti innihaldið hana. Eftir fyrirlesturinn bauðst gestum að spyrja spurninga og endaði það í því að aldraðir gestirnir skeggræddu við áttræðan fyrirlesarann um persónulegt fegðurðarmat hvers og eins - af hverju, ef einhverjum þætti náttúran falleg, gæti hún þá ekki verið falleg - en Prof. Schmalzried svaraði með þeim orðum að „þá þyrfti að skilgreina fegurðina“.
Prof. Schmalzried skoðaði listina, annars vegar, og vísindin, hins vegar, út frá hugtökunum fegurð og framför. Nokkuð augljóst þykir að hægt sé að tala um framför í vísindum, þar sem vísindin snúast um að auka þekkingu okkar. T.a.m. ef tákna mætti þekkingu mannkyns með kúlulaga mengi, og allt sem fyrir utan það lægi væri okkur óþekkt, þá myndu framfarir þýða stækkun á þvermáli þessarar kúlu. Með vaxandi rúmmáli mengisins myndi einnig yfirborð kúlunnar, „snertiflötur hins óþekkta“ eða „mengi allra vandamála sem við skiljum ekki“, stækka - m.ö.o. þeim mun meiri sem þekking okkar verður, þeim mun fleira kemur í ljós sem við ekki skiljum. En hvað með listina? Er í raun hægt að tala um framför á hennar sviðum? Ef svo væri, væri t.d. hægt að kalla póstmódernisma þróaðri listastefnu heldur en módernismann en hver heilvita maður sér að slíkt er ekki aðeins galið, heldur algjörlega snælduvitlaust! Og þegar maður skoðar hugtakið list, eða öllu heldur hugmyndir heimspekinga um þetta umdeilda hugtak, má sjá ákveðinn rauðan þráð: listin lýsir manninum (enda er hún sköpunarverk hans). Og breytist maðurinn eitthvað? Eiga sér framför í sálarkynnum manna? Fyrirlesarinn var nokkuð á báðum áttum, fannst mér, því annars vegar benti hann á að fegurðarmat karla á konum hefur breyst með árunum - áður þóttu holdmiklar konur fengilegar, en þær gátu átt mörg börn, svo greinilegt er að þá réðu eðlishvatirnar ríkjum en nú verða konur stöðugt grennri við mikil fagnaðarhróp karla - en hins vegar benti hann á að mannkynið er enn við sama heygarðshornið - líf okkar byggist í dag, líkt og áður fyrr, á að uppfylla grunnþarfir okkar. Ef maðurinn hefur ekki breyst, ætti þá lýsingin á honum að hafa bæst eitthvað?
Hvað fegurðina varðar, þá er hún nokkuð loðið hugtak. Í raun er ekki til nein skilgreining á henni, þar sem hún er einstaklingsbundin og stundum einnig tímaháð. Prof. Schmalzried var þeirrar skoðunar að innan vísindanna væri ekki hægt að tala um fegurð. Hann m.a. benti á að kvenfuglar, á mökunartímanum, hrífast ekki af fjölskrúðugum fjaðraham karlfuglanna vegna fegurðar þeirra, heldur vegna þess að hann er tákn um hreysti. Náttúran kann að innihalda ýmis fyrirbæri, sem okkur mönnunum þykja falleg, en tilgangur þeirra er ekki að skapa fegurð (ef yfir höfuð mætti tala um tilgang einhvers sem við ekki skiljum); náttúrulögmálin eru eins og þau eru, því ef þau væru öðruvísi gæti að öllum líkindum ekki þróast neitt líf í alheiminum. Einhverjum gæti kannski þótt náttúran falleg en í sjálfu sér er hún það ekki. Fegurðin aftur á móti er hugtak, ættað frá mannkyninu, og þar sem eins er farið með listina má vel fullyrða að hún geti innihaldið hana. Eftir fyrirlesturinn bauðst gestum að spyrja spurninga og endaði það í því að aldraðir gestirnir skeggræddu við áttræðan fyrirlesarann um persónulegt fegðurðarmat hvers og eins - af hverju, ef einhverjum þætti náttúran falleg, gæti hún þá ekki verið falleg - en Prof. Schmalzried svaraði með þeim orðum að „þá þyrfti að skilgreina fegurðina“.
16. júní 2007
Hraðskreiðasta talan og aðrar uppgötvanir í botni bjórglass
Í morgun vaknaði ég létt timbraður með setninguna „∏ eins og í partí“ stimplaða á úlnliðinn. Ég leit í kringum mig og fann blaut föt á gólfinu og buxur sem ég kannaðist ekki við. Ég var sólbrenndur á bringunni og frekar illa sofinn, en á föstudaginn hafði mikið gengið á.
Fyrr um daginn hafði ég hitt tvo starfsbræður úr eðlisfræðinni, Martin og Florian, yfir hádegisverði en við skruppum svo til suðurhluta Leipzig og fengum okkur sundsprett í gamalli brúnkolanámu, sem nú hefur verið fyllt af vatni. Það var þægilegt að sitja við ströndina, njóta útsýnisins - í kringum stöðuvatnið var landið gersamlega flatt, í fjarska mátti greina gamla kolagröfu og enn fjær kolaknúið orkuver - og að sjálfsögðu ómissandi að kæla sig í vatninu. Florian ber gælunafnið Flo, sem lýkist þýska orðinu yfir fló („Floh“), og að mörgu leiti á það nafn vel við hann en mér finnst hann svolítið líkjast kakkalakka. Ég veit ekki hvort það sé vegna gleraugnanna, en hann er fjærsýnn og því virðast augu hans stærri á bak við linsurnar, eða skordýralegs líkama hans. Áður hafði ég á tilfinningunni að hann væri í raun sexhentur og fæli hin handapörin undir stuttermabolnum, en á föstudaginn komst ég að því að hann er bara með fimm útlimi. Ég brann létt á nefi og bringu í hádegissólinni.
Um fjögurleytið byrjaði að rigna og rigndi það enn þegar ég fór á lestarstöðina til að sækja félaga minn, stærðfræðinginn Enno, klukkan tíu en hann kom þetta kvöldið frá Hamburg og ætluðum við á tónleika sem stærðfræðinemar stóðu að. Á tónleikunum hlaut ég ofannefndan stimpil en við Enno mættum einmitt þegar hljómsveit kvöldsins, ska-sveit sem klæddist hvítum skyrtum, byrjaði að spila. Þó ég sé ekki mikill aðdáandi ska-tónlistar var ég bara nokkuð sáttur við útkomuna. Ég hitti einnig aðra stærðfræðinga, sem ég hafði ekki séð í langan tíma, þ.á.m. Eric sem sagði mér frá nýjustu gullmolum fjögurra ára bróður síns. Annars vegar hélt sá stutti því fyrir skömmu fram að „hundrað væri hraðskreiðasta talan“ - vorum við báðir sammála um að svo hlyti að vera, þetta væri bara spurning um að skilgreina hraða talna - og hins vegar hafði hann spurt, í jarðarför ömmu sinnar þegar honum var sagt að amma hans væri nú hjá Guði, „hvort að þessi Guð væri þá líka dáinn“! Um hálfþrjú kom svo uppástungan að skreppa heim til Enno, drekka brennivín og borða harðfisk. Þá var ég orðinn ansi drukkinn en það rigndi enn og ég ætlaði að reyna að ná næturstrætóinum klukkan 3:33. Heima hjá Enno fékk ég símtal frá besta vini mínum, Skúla Á. Sigurðssyni, sem var í partíi hjá æskuvini sínum Ragnari, ásamt leikaranum Tom Hanks, og var þar greinilega mikið um dýrðir. Við Skúli höfum verið vinir frá því í fyrsta bekk grunnskóla og hafði honum verið hugsað til mín við blöndun á Cuba Libre. Fötin mín voru blaut en Enno krafðist þess að ég færi í þurr föt og þannig endaði ég í röndóttum buxunum, sem ég fann næsta morgun á gólfinu heima hjá mér. Þegar ég ætlaði svo að rölta niður á stoppistöð fékk hann mér einnig gulan regnstakk, bláan regnhatt og tékkneskan bjór og þannig, eins og Paddington bangsi, hélt ég heim; endaði í rúminu klukkan fimm og svaf svefni hinna saklausu til klukkan ellefu.
Fyrr um daginn hafði ég hitt tvo starfsbræður úr eðlisfræðinni, Martin og Florian, yfir hádegisverði en við skruppum svo til suðurhluta Leipzig og fengum okkur sundsprett í gamalli brúnkolanámu, sem nú hefur verið fyllt af vatni. Það var þægilegt að sitja við ströndina, njóta útsýnisins - í kringum stöðuvatnið var landið gersamlega flatt, í fjarska mátti greina gamla kolagröfu og enn fjær kolaknúið orkuver - og að sjálfsögðu ómissandi að kæla sig í vatninu. Florian ber gælunafnið Flo, sem lýkist þýska orðinu yfir fló („Floh“), og að mörgu leiti á það nafn vel við hann en mér finnst hann svolítið líkjast kakkalakka. Ég veit ekki hvort það sé vegna gleraugnanna, en hann er fjærsýnn og því virðast augu hans stærri á bak við linsurnar, eða skordýralegs líkama hans. Áður hafði ég á tilfinningunni að hann væri í raun sexhentur og fæli hin handapörin undir stuttermabolnum, en á föstudaginn komst ég að því að hann er bara með fimm útlimi. Ég brann létt á nefi og bringu í hádegissólinni.
Um fjögurleytið byrjaði að rigna og rigndi það enn þegar ég fór á lestarstöðina til að sækja félaga minn, stærðfræðinginn Enno, klukkan tíu en hann kom þetta kvöldið frá Hamburg og ætluðum við á tónleika sem stærðfræðinemar stóðu að. Á tónleikunum hlaut ég ofannefndan stimpil en við Enno mættum einmitt þegar hljómsveit kvöldsins, ska-sveit sem klæddist hvítum skyrtum, byrjaði að spila. Þó ég sé ekki mikill aðdáandi ska-tónlistar var ég bara nokkuð sáttur við útkomuna. Ég hitti einnig aðra stærðfræðinga, sem ég hafði ekki séð í langan tíma, þ.á.m. Eric sem sagði mér frá nýjustu gullmolum fjögurra ára bróður síns. Annars vegar hélt sá stutti því fyrir skömmu fram að „hundrað væri hraðskreiðasta talan“ - vorum við báðir sammála um að svo hlyti að vera, þetta væri bara spurning um að skilgreina hraða talna - og hins vegar hafði hann spurt, í jarðarför ömmu sinnar þegar honum var sagt að amma hans væri nú hjá Guði, „hvort að þessi Guð væri þá líka dáinn“! Um hálfþrjú kom svo uppástungan að skreppa heim til Enno, drekka brennivín og borða harðfisk. Þá var ég orðinn ansi drukkinn en það rigndi enn og ég ætlaði að reyna að ná næturstrætóinum klukkan 3:33. Heima hjá Enno fékk ég símtal frá besta vini mínum, Skúla Á. Sigurðssyni, sem var í partíi hjá æskuvini sínum Ragnari, ásamt leikaranum Tom Hanks, og var þar greinilega mikið um dýrðir. Við Skúli höfum verið vinir frá því í fyrsta bekk grunnskóla og hafði honum verið hugsað til mín við blöndun á Cuba Libre. Fötin mín voru blaut en Enno krafðist þess að ég færi í þurr föt og þannig endaði ég í röndóttum buxunum, sem ég fann næsta morgun á gólfinu heima hjá mér. Þegar ég ætlaði svo að rölta niður á stoppistöð fékk hann mér einnig gulan regnstakk, bláan regnhatt og tékkneskan bjór og þannig, eins og Paddington bangsi, hélt ég heim; endaði í rúminu klukkan fimm og svaf svefni hinna saklausu til klukkan ellefu.
14. júní 2007
Ávarp höfundar
Kæru lesendur,
Þessi tilraun til netskrifa er ekki sú fyrsta sem ég hef reynt, því áður var ég penni hjá vefritinu Dindli og í upphafi bloggvæðingar heimsins hélt ég úti ómerkilegri síðu sem hýsti undarlegt skopskyn grunnskólasjálfs míns. Einhvern daginn fékk ég svo leið á öllu saman eða fann aðra órökræna ástæðu til að hætta allri opinberri birtingu hugsana minna. Ég vona að þannig fari ekki fyrir þessari tímamótavefsíðu (sem að öllum líkindum mun týnast í hafróti veraldarvefsins) en fyrir skömmu vaknaði hjá mér viss ábyrgðartilfinning, vegna fjarveru minnar frá vinum og vandamönnum á Íslandi, sem hvatti mig til að opna öllum áhugasömum hliðin að daglegu lífi mínu. Það er því einlæg ósk mín að þetta stafræna afrit huga míns færi mig nær öllum þeim er mín sakna og fylli, að einu eða öðru leiti, upp í tómið sem ég hef skilið eftir í lífi þeirra.
Ég mun að stærstum hluta birta hér litlar hugleiðingar um lífið og tilveruna, samantektir á heilsufari mínu, þekkingarmola úr heimi vísindanna og hver veit nema ég láti ekki líka pólitískar skoðanir mínar hér í ljós. En sama hvað úr verður, þá fullvissa ég ykkur um að allt sem hér birtist verður meira en lítið áhugavert. Það verður réttara sagt stórkostlegt!
Ég óska ykkur góðrar skemmtunar og vona að þið njótið samverunnar með mér á tölvuskjánum.
Með fyrirfram þökk fyrir lesturinn,
Jakob Tómas Bullerjahn
Þessi tilraun til netskrifa er ekki sú fyrsta sem ég hef reynt, því áður var ég penni hjá vefritinu Dindli og í upphafi bloggvæðingar heimsins hélt ég úti ómerkilegri síðu sem hýsti undarlegt skopskyn grunnskólasjálfs míns. Einhvern daginn fékk ég svo leið á öllu saman eða fann aðra órökræna ástæðu til að hætta allri opinberri birtingu hugsana minna. Ég vona að þannig fari ekki fyrir þessari tímamótavefsíðu (sem að öllum líkindum mun týnast í hafróti veraldarvefsins) en fyrir skömmu vaknaði hjá mér viss ábyrgðartilfinning, vegna fjarveru minnar frá vinum og vandamönnum á Íslandi, sem hvatti mig til að opna öllum áhugasömum hliðin að daglegu lífi mínu. Það er því einlæg ósk mín að þetta stafræna afrit huga míns færi mig nær öllum þeim er mín sakna og fylli, að einu eða öðru leiti, upp í tómið sem ég hef skilið eftir í lífi þeirra.
Ég mun að stærstum hluta birta hér litlar hugleiðingar um lífið og tilveruna, samantektir á heilsufari mínu, þekkingarmola úr heimi vísindanna og hver veit nema ég láti ekki líka pólitískar skoðanir mínar hér í ljós. En sama hvað úr verður, þá fullvissa ég ykkur um að allt sem hér birtist verður meira en lítið áhugavert. Það verður réttara sagt stórkostlegt!
Ég óska ykkur góðrar skemmtunar og vona að þið njótið samverunnar með mér á tölvuskjánum.
Með fyrirfram þökk fyrir lesturinn,
Jakob Tómas Bullerjahn
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)