19. ágúst 2008
Óhugnanlegt
Síðan í gær leitar lögreglan í Leipzig að átta ára stúlkubarni, sem kom ekki heim til sín eftir að hafa heimsótt íþróttaviðburð á vegum skólans síns. Skólinn hennar er í tíu mínútna göngufjarlægð frá heimili hennar og liggur í næsta nágrenni við mig. Í allan dag hafa lögregluþyrlur sveimað yfir hverfinu mínu og leitarflokkar kemba almenningsgarða, skóglendi og yfirgefin hús í hverfunum Reudnitz-Thonberg og Anger-Crottendorf. Maður vonar hið besta því fyrir ári var grunnskólanemanda rænt, þegar hann var á leiðinni heim til sín eftir skóla...
4. ágúst 2008
Harmleikur í sandkassa
Oddur og Þór leika sér saman í sandkassa; í kringum þá liggja plastskóflur og -fötur. Hægra megin við sandkassann eru ellefu stelpur (Hrefna, Anna, Guðmunda, Ingibjörg, Sólveig, Gerður, Birta, Steinunn, Ósk, María og Þorbjörg) í snú-snú. Flestar þeirra eru með fléttur í hári, en Birta gengur með klút um höfuðið líkt og hún hafi gengið í gegnum efnameðferð. Á vinstri hönd má sjá leikskólakennarann, Grettir Ólafsson, sem horfir dreyminn á flugvél líða yfir himininn, og á bak við Odd og Þór má sjá glitta í hinn aldraða Pétur - á bak við leikskólagirðinguna - sem fylgist grannt með leik stúlknanna. Blóðnasir munu kvelja aumingja manninn við rúmt miðbik leikritsins og neyðist hann þá til að snýta sér.
Þór: Viltu koma í kapp: hvor getur talið hraðar upp í hundrað?
Oddur: Já.
Þeir byrja báðir að telja.
Þór: Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö...
Oddur: ...átta, níu, tíu! Einn, tveir, þrír, fjórir...
Þór: ...fimmtán, sextán, sautján, átján, nítján, tuttugu, tuttuguogeinn...
Oddur: ...fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu! Einn...
Þór: ...tuttuguogsex, tuttuguogsjö, tuttuguogátta, tuttuguogníu, þrjátíu, þrjátíuogeinn, þrjátíuogtveir...
Oddur: ...fjórir, fimm, sex, sjö átta, níu, tíu! Einn...
Þór: ...þjátíuogfimm, þrjátíuogsex, þrjátíuogsjö, þrjátíuogátta, þrjátíuogníu, fjögurtíu, fjögurtíuogeinn...
Oddur: ...þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu! Búinn!
Þór: ...fjögurtíuog... Ha? Ertu búinn?
Oddur: Já. Ég vann, ekki þú. Ég var fljótari að telja en þú.
Þór: Þú taldir ekki upp í hundrað.
Oddur: Víst!
Þór: Nei! Þú taldir tíu sinnum upp í tíu, en við vorum að keppast við að telja upp í hundrað.
Oddur: Að telja tíu sinnum upp í tíu samsvarar því að telja einu sinni upp í hundrað. Ég taldi tíu tölur tíu sinnum og það eru hundrað tölur.
Þór: Hættu að bulla. Ef heimili þitt er í hundrað metra fjarlægð frá þessum sandkassa, þá nægir ekki að ganga tíu metra og snúa við - fimm sinnum. Þú gengur kannski hundrað metra, en þú kemst samt ekki heim.
Oddur: Nei, en með því að ganga tíu metra, tíu sinnum, í sömu áttina kemst ég á leiðarenda.
Þór: En þá gengurðu hundrað metra og ekki tíu sinnum sömu metrana. Því eftir tíunda metrann gengurðu ellefta metrann og svo koll af kolli. Einhvern tímann verðurðu að ganga hundraðasta metrann, annars kemstu aldrei heim.
Oddur: Já, en ellefti metrinn er annar fyrsti metrinn, sem ég geng, og hundraðasti metrinn er tíundi tíundi metrinn.
Þór: Nei!
Oddur: Víst!
Þór lemur Odd með plastskóflu í gagnaugað, sem hefnir sín með því að kasta steini í nefið á Þór. Tjöldin falla.
Þór: Viltu koma í kapp: hvor getur talið hraðar upp í hundrað?
Oddur: Já.
Þeir byrja báðir að telja.
Þór: Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö...
Oddur: ...átta, níu, tíu! Einn, tveir, þrír, fjórir...
Þór: ...fimmtán, sextán, sautján, átján, nítján, tuttugu, tuttuguogeinn...
Oddur: ...fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu! Einn...
Þór: ...tuttuguogsex, tuttuguogsjö, tuttuguogátta, tuttuguogníu, þrjátíu, þrjátíuogeinn, þrjátíuogtveir...
Oddur: ...fjórir, fimm, sex, sjö átta, níu, tíu! Einn...
Þór: ...þjátíuogfimm, þrjátíuogsex, þrjátíuogsjö, þrjátíuogátta, þrjátíuogníu, fjögurtíu, fjögurtíuogeinn...
Oddur: ...þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu! Búinn!
Þór: ...fjögurtíuog... Ha? Ertu búinn?
Oddur: Já. Ég vann, ekki þú. Ég var fljótari að telja en þú.
Þór: Þú taldir ekki upp í hundrað.
Oddur: Víst!
Þór: Nei! Þú taldir tíu sinnum upp í tíu, en við vorum að keppast við að telja upp í hundrað.
Oddur: Að telja tíu sinnum upp í tíu samsvarar því að telja einu sinni upp í hundrað. Ég taldi tíu tölur tíu sinnum og það eru hundrað tölur.
Þór: Hættu að bulla. Ef heimili þitt er í hundrað metra fjarlægð frá þessum sandkassa, þá nægir ekki að ganga tíu metra og snúa við - fimm sinnum. Þú gengur kannski hundrað metra, en þú kemst samt ekki heim.
Oddur: Nei, en með því að ganga tíu metra, tíu sinnum, í sömu áttina kemst ég á leiðarenda.
Þór: En þá gengurðu hundrað metra og ekki tíu sinnum sömu metrana. Því eftir tíunda metrann gengurðu ellefta metrann og svo koll af kolli. Einhvern tímann verðurðu að ganga hundraðasta metrann, annars kemstu aldrei heim.
Oddur: Já, en ellefti metrinn er annar fyrsti metrinn, sem ég geng, og hundraðasti metrinn er tíundi tíundi metrinn.
Þór: Nei!
Oddur: Víst!
Þór lemur Odd með plastskóflu í gagnaugað, sem hefnir sín með því að kasta steini í nefið á Þór. Tjöldin falla.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)