19. ágúst 2008

Óhugnanlegt

Síðan í gær leitar lögreglan í Leipzig að átta ára stúlkubarni, sem kom ekki heim til sín eftir að hafa heimsótt íþróttaviðburð á vegum skólans síns. Skólinn hennar er í tíu mínútna göngufjarlægð frá heimili hennar og liggur í næsta nágrenni við mig. Í allan dag hafa lögregluþyrlur sveimað yfir hverfinu mínu og leitarflokkar kemba almenningsgarða, skóglendi og yfirgefin hús í hverfunum Reudnitz-Thonberg og Anger-Crottendorf. Maður vonar hið besta því fyrir ári var grunnskólanemanda rænt, þegar hann var á leiðinni heim til sín eftir skóla...

Engin ummæli: