Jólaundirbúningurinn tröllríður hinum vestræna heimi þessa dagana. Það má þó ekki gleymast í glundroðanum að hlusta á góð jólalög inn á milli og því ákvað ég að taka saman nokkra klassíska jólapoppsmelli, til að bræða hjörtu neytenda og þerra tár áhættufjárfesta. Fyrir neðan má finna þrjá smelli sem eru tilvaldir til að hlusta á í skammdeginu; við bjartan bjarmann af brennandi, nú verðlausum, hlutabréfum.
Band Aid - Do They Know It's Christmas?
David Bowie & Bing Crosby - Little Drummer Boy
Nat King Cole - The Christmas Song
Ég kem heim að kvöldi, þann 19. desember. Sjáumst þá. Gleðileg jól.
16. desember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli