6. janúar 2009
Það er svo kalt!
Í morgun voru -19°C hér í Leipzig og yfir daginn verður það lítið skárra.  Fjölmiðlar segja nóttina hafa verið eina þá köldustu hér í Þýskalandi, síðan 1987, en einna kaldast var það í kringum Leipzig; í nágranna-bænum Delitzsch féll kvikasilfurssúlan niður í -26°C!  Í Hamborg voru rútur sendar út til að taka heimilislausa af götunum og flytja þá í hlýja íþróttahöll.  Í Weimar fraus eldri kona í hel.  Lestum og flugvélum hefur seinkað vegna hins gífurlega kulda en á morgun á ástandið að skána, samkvæmt veðurspánni.  Þangað til skokka ég á staðnum til að halda á mér hita.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

1 ummæli:
40 gráður í Perth...
Skrifa ummæli