22. nóvember 2007

Heilabrot No.1

Rakst á auglýsingaspjald fyrir utan hús Ennos, en á því stóð svo mikið sem: 2m2. Húðin þín. Dýrmætustu fermetrar lífs þíns. Og hvað? Á ég að sleppa því að fá mér húðflúr? Er það vandamál í Þýskalandi að fólk selji húðina sína, eða sói henni almennt í einhverja vitleysu; rífi af sér húðlufsu þegar það vantar klósettpappír? Ég skil þetta ekki. Skrítin auglýsing.

5 ummæli:

Unknown sagði...

Rakakrem?

Jakob Tómas Bullerjahn sagði...

Það fáránlega er að þetta er ekki auglýsing fyrir einhverjar snyrtivörur, heldur einföld forvarnarauglýsing. Heilbrigðisyfirvöld og samtök húðvina (eða eitthvað) standa fyrir auglýsingunni.

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Hahaha, Samtök húðvina. Ógeðslegur félagsskapur.

Mokki litli sagði...

Er ekki verið að meina svona ljósaböð og húðkrabbamein eða sígarettur og hrukkur???

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Nei, nei. Það er ekki verið að meina það. Það er verið að tala um þessa húðerni sem geta verið svo skeinuhættir.