30. september 2008

Fjárhagaafturvarp

Við kvöldverðarborðið sitja Bullerjahn-feðgarnir - athafnamenn miklir sem klæðast stundum jakkafötum - og frú Matthíasdóttir - ríkisstarfsmaður í allt of lágum launaflokki - að snæðingi og hlusta á kvöldfréttirnar.

Herra Bullerjahn Junior: Faðir, ég frétti að bankinn minn væri að kaupa bankann þinn!
Herra Bullerjahn Senior: Já. En að minnsta kosti var bankinn minn ekki nærri gjaldþrota, eins og banki móður þinnar.
Frú Matthíasdóttir: Já, og svo núna er ég bara í þjóðnýttum banka (hlær afskaplega hátt)!

Á sama tíma í stjórnarráði Íslands taka Geir H. Haarde - forsætisráðherra með lélega klippingu - og Davíð Oddsson - seðlabankastjóri með ennþá verri klippingu - í spil.

Herra Oddsson: Hvar er Ingibjörg?
Herra Haarde: Móses er að skera hana upp á Sínaífjalli. Guð meitlaði honum guðdómlegar leiðbeiningar í steintöflur.
Herra Oddsson: Já, já.

Björgvin G. Sigurðsson - viðskiptaráðherra í allt of stóru skónúmeri - kemur hlaupandi inn á skrifstofuna, þar sem sjallarnir taka í spil.

Herra Sigurðsson: (Móður og másandi) Davíð! Davíð! Jón Ásgeir hringdi, hann vill fá bankann sinn aftur.
Herra Haarde: Skilaðu honum kveðju frá mér...

Tjöldin falla.

Það er fáránlegt hversu mikið er gert úr tapi hluthafa Glitnis, eftir að bankinn var keyptur upp að 3/4 hlutum af ríkinu. Mér þykir ósköp eðlilegt að menn tapi af og til á áhættuviðskiptum, eins og á braski með hlutabréf, enda er leikurinn til þess gerður. Ég hef enga samúð með þessum mönnum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður Búlli.
Að venju.