Í gær fór ég í síðasta stærðifræðigreiningarfyrirlestur annarinnar og þar með seinasta stærðfræðigreiningarfyrirlestur náms míns (Guði sé lof). Í næstu viku hefjast svo hin skelfilegu Vordiplom-próf; á þriðjudaginn mun ég þurfa að heimsækja drekann, Prof. Dr. Manfred Salmhofer (sjá pistil um Seguleinpóla frá 24. júní), í helli hans. En nóg um það. Í gær var semsagt seinasti fyrirlestur minn í stærðfræði og í tilefni þessa sló dósentinn, Dr. Axel Schüler, á létta strengi og skrifaði m.a. eftirfarandi á töfluna:
Hvernig má það vera að „hin óskeikula stærðfræði“ skuli ala af sér slíka fásinnu? Er þetta rétt? Eða er eitthvert skref þessara útreikninga rangt? Að sjálfsögðu er þetta rangt og er villuna að finna við fyrsta jöfnumerkið. Það er nefnilega þannig að þegar kvarðarót er tekin fást tvær lausnir, ein neikvæð og hin jákvæð. Þetta kemur af því að andhverfa þess að setja eitthvað í annað veldi er einmitt kvarðarótin og fyrir veldisreikninginn gildir:
Á þessari jöfnu sést augljóslega að kvarðarótin af einum er ekki bara 1, heldur einnig -1, og þar með er deginum bjargað! ...Ég er farinn aftur að læra.
13. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli