En að öðru. Um daginn lögðu tveir, að öllu leyti ótengdir einstaklingar fyrir mig sama eftirfarandi dæmi:
Um er að ræða sjónvarpsþátt, þar sem sjónvarpsgestur á að velja á milli þriggja lokaðra dyra en á bak við eina þeirra er sportbíll (á bak við hinar eru geitur). Eftir að gesturinn hefur valið sér dyr, opnar þáttarstjórnandinn eina af báðum dyrunum, sem eftir eru, og á bak við hana er geit. Gestinum er nú boðið að skipta dyrunum, sem hann valdi sér, út fyrir þær sem eftir eru. Hvað á hann að gera?Báðir vissu einstaklingarnir að það væru meiri líkur - réttara sagt 2/3 líkur - á að sportbíllinn væri á bak við dyrnar, sem eftir eru, á meðan aðeins 1/3 líkur væru á að hann væri á bak við dyrnar sem gesturinn valdi, en þeir gátu hvorugur skilið af hverju það væri; eðlilegt væri að halda að líkurnar dreifðu sér jafnt á þær dyr, sem óopnaðar væru. Ég hló og sagðist sjálfur ekki vita af hverju líkindin létu svona, en nokkrum dögum seinna fór ég aftur að hugsa um þetta vandamál. Mér varð hugsað til skammtafræðinnar og hvernig mælingar á ákveðnum tíma og á ákveðnum stöðum breyttu líkindafalli einda og fór þá að gruna þáttarstjórnandann, sem veit hvar bíllinn er geymdur, um að eiga sök á líkindunum undarlegu. Þáttarstjórnandinn verður nefnilega að fylgja eftirfarandi reglum:
1. Hann má ekki opna dyrnar sem gesturinn velur sér.Þess vegna er það fullvíst að hann muni opna „geitadyr“. Það eru 1/3 líkur á að sjónvarpsgesturinn hafi valið, við fyrstu tilraun, dyrnar að bílnum (þ.e.a.s. að þáttastjórnandinn eigi, eftir val gestsins, völ á tveimur „geitadyrum“) og því 2/3 líkur á að bíllinn leynist á bak við dyrnar, sem eftir eru. Það er eðlilegt að hugsa sér að líkurnar á að hreppa bílinn aukist, eftir að valið á milli þriggja dyra minnkar niður í val á milli tveggja, en þær aðstæður væru aðeins fyrir hendi ef að t.d. þáttarstjórnandinn veit ekki á bak við hvaða dyr sportbíllinn stendur eða þá að hann myndi brjóta ofanverða reglu númer eitt (og á bak við dyr gestsins væri geit). Óvenjulegu líkindin skapast því við þetta tilbúna ástand, sem orsakast af vitneskju þáttarstjórnandans. (Þess má að lokum geta að við leit mína að viðeigandi mynd við þessa færslu fann ég Wikipedia-grein um þetta líkindadæmi, en samkvæmt henni kallast það Monty Hall-vandamálið).
2. Hann má ekki opna dyrnar sem sportbíllinn stendur á bak við.
11 ummæli:
Snilld.
Þetta dæmi kemur líka fyrir í bókinni The curious incident of the dog in the night time. En þar útskýrir sögupersónan, sem er einhverfur strákur, þetta sama dæmi.
Ætli þessir tveit ótengdu einstaklingar hafi lesið þessa bók nýlega?
Ég heyrði einmitt um þetta líkindadæmi fyrir nokkrum mánuðum og fannst það líka mjög áhugavert, sérstaklega sú staðreynd hversu auðvelt það er að yfirfæra þetta vandamál yfir á skammtafræðilega vandamálið sem kallast wave function collapse á útlensku.
Annar einstaklingurinn heyrði víst um þetta í einhverjum fyrirlestri... Veit ekki með hinn.
Þið raunvísindafólk hugsið á mjög undarlegan máta. Ég sé ekki hvernig líkurnar geta mögulega breyst eftir að þáttastjórnandinn hefur opnað hurð. Það verður alltaf að minnsta kosti ein hurð með geit eftir eftir val keppandans og þáttastjórnandinn hlýtur að opna þá hurð. Þess vegna skiptir engu máli hvað keppandinn velur í fyrri umferðinni, valið stendur alltaf á milli sportbíls og geitar í seinni umferð og líkurnar eru 50/50. En ég skil ekki skammtafræði.
Lítið innskot: einhvern veginn snúast rökræður aðeins um það að umorða hlutina. En þegar e-ð er umorðað má ekki taka e-ð úr samhengi eða sleppa (viljandi eða óviljandi) e-m staðreyndum - það eru bellibrögð og allt annað en rökrétt.
Til Finns: þú gleymir því að stjórnandinn opnar ekki hurðina fyrr en gsturinn hefur valið sér hurð. Og hann má ekki opna hurð gestsins. Það er rétt að valið standi alltaf á milli sportbíls og geitar, en spurningin er hvernig líkurnar dreifa sér - og það orsakast af því „tilbúna ástandi“, sem ég nefndi í færslunni. Hugsaðu aðeins um þetta.
Annars er þetta hrein líkindafræði, sem er hluti af stærðfræðinni, sem á Íslandi (með réttu) flokkast undir hugvísindi.
Nei, samt, ég mundi það alveg. Ég skil ekki af hverju það eru meiri líkur á að bíllinn sé bak við hurðina sem eftir er, ef stjórnandinn opnar ALLTAF geitahurð, sama hvað gerist. ÉG BARA SKIL ÞAÐ EKKI !
JÁÁÁÁÁÁ! Af því að það eru upphaflega meiri líkur á að gæinn velji geit. Þess vegna eru meiri líkur á að bíllinn sé bak við síðustu hurðina. Nú get ég sofið.
Það gleður mig.
,,Lögmál Murpys var það fyrsta sem mér datt í hug, þegar ég gekk aftur heim."
Þetta væri geðveikur endir á kafla í glæpasögu.
Djöfull ertu töff búlli, þetta var g frábær færsla. Einnig mjög gaman að sjá skref fyrir skref hvernig finnur áttar sig á þessu. Elska ykkur báða
ps. ég er kominn með blogg þannig ég krefs að fá link.... jakobomars.blogspot.com
kv jakob
Skrifa ummæli