
Þessa önn höfum við hlýtt á fyrirlestur hans um fræðilega rafsegulfræði, sem var satt best að segja svolítið þreytandi til lengdar, en fyrir tveimur vikum fjallaði hann um fræðilega tilvist seguleinpóla og núna höfum við meira að segja byrjað á inngangi að hinni almennu afstæðiskenningu Einsteins! Seguleinpólar eru, samsvarandi við jákvætt og neikvætt hlaðnar agnir raffræðinnar, uppsprettur segulsviðsins en enn hafa engir slíkir fundist. Því ef tekinn er segull, með norður- og suðurpól, og hann brotinn í tvennt fást tveir seglar, sem báðir hafa sinn norður- og suðurpól, og þ.a.l. mætti ætla að þessir einpólar séu ekki til. Eðlisfræðingurinn Paul. A. M. Dirac spáði þó fyrir um tilvist þeirra og sagði slíka einpóla mega útskýra skömmtun hinnar rafrænu hleðslu (en allar hleðslur heims okkar eru heiltölumargfeldi grunnhleðslunnar, hleðslu einnar rafeindar/róteindar). Uppgötvun á seguleinpólum myndi þýða frekari tengsl milli raf- og segulfræðinnar og þ.m. einnig milli raf- og segulsviðsins. Fræðilegir útreikningar sýna að seguleinpólar, ef þeir eru yfir höfuð þá til, eru ansi massamiklir - að öllum líkindum með svipaðan massa og baktería - svo að næstum ómögulegt er að skapa þá með hjálp öreindahraðla. Þess vegna eru ofurleiðaraspólur notaðar til að „þefa“ pólana uppi; þegar seguleinpóll flýgur í gegnum spóluna, spanar hann mælanlega iðustrauma. Hins vegar hafa allar slíkar mælingar, fyrir utan eina frá árinu 1982 en það telst vart markvert, verið til einskis og er skýringin hugsanlega sú að samkvæmt fræðunum er fjöldi einpólanna svo rosalega lítill, að eins fermetra yfirborð liggur í hæsta lagi á 30.000 ára fresti á vegi seguleinpóls.
3 ummæli:
Þetta er mjög áhugavert... rafsegulfræðikennarinn hér segir okkur því miður ekki frá svona biluðu stöffi. Hér lærði ég þvert á móti að ein jafna Maxwells fullyrði að engir seguleinpólar geti verið til og því séu þeir það ekki, punktur! Las aðeins um þetta á Wikipediu, þar stendur m.a. að ef seguleinpólar eru svona massamiklir, þá hefði alheimurinn dregist aftur saman stuttu eftir Miklahvell ef of margir slíkir einpólar hefðu verið til staðar (sem er frekar klikkað en útkskýrir um leið af hverju þeir eru svona fáir).
Jebbs. div(B)=0 segir segulsviðið ekki eiga nein upptök („keine Senke oder Quellen“) en að sjálfsögðu yrði að breyta Maxwell-jöfnunum ef einpólar myndu finnast.
hahahahahahahaha...
hahahahaha....
hahaha
...
hahahahahahahahahahahahaha
hafið það gott strákar, ekki lesa yfir ykkur
Skrifa ummæli